Notendaráð fatlaðs fólks

1. fundur 30. nóvember 2016 Glerárgata 26
Fundur í notendaráði fatlaðs fólks í Eyjafirði 30.nóv. 2016. 
Boðaðir voru aðal- og varamenn á þennan fyrsta fund.
 
Mætt voru: Friðrik Einarsson aðalmaður og Elísabet María Ragnarsdóttir varamaður frá Grófinni, Sif Sigurðardóttir aðalmaður frá Þroskahjálp, Ólöf Leifsdóttir aðalmaður og Karólína Gunnarsdóttir varamaður frá félagsþjónustu Akureyrarbæjar og Róbert Freyr Jónsson frá Velferðarráði.
 
Boðuðu forföll: Kristín Sigfúsdóttir aðalmaður og Jón Hlöðver Áskelsson varamaður frá Sjálfsbjörg, Anna Jóna Garðarsdóttir varamaður frá Þroskahjálp og Sigríður Huld Jónsdóttir frá Velferðarráði.
 
Einnig mættu til kynningar þau Jón Hrói Finnsson framkv.st Búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkv.st Fjölskyldudeildar og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri Búsetudeildar.
 
Dagskrá:
1. Kynning á fulltrúum og varafulltrúum.
2. Kynning á stjórnkerfi Akureyrarbæjar: Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri Fjölskyldudeildar og Laufey Þórðardóttir kynntu þjónustu við fatlað fólk hjá Akureyrarbæ.
3. Ólöf og Karólína kynntu tilgang og tilurð notendaráðs. Fjallað er um notendaráð í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og Velferðarráð samþykkti 15.júní 2016 að slíkt ráð skyldi skipað. Eftir þessa kynningu yfirgáfu Jón Hrói, Guðrún og Laufey fundinn.
4. Verkum skipt. Friðrik Einarsson gaf kost á sér sem formaður ráðsins og Kristín Sigfúsdóttir hafði gefið kost á sér sem ritari. Ólöf verður starfsmaður ráðsins og tengiliður við félagsþjónustu.
5. Starfshættir ráðsins: Áætlað er að halda fundi ársfjórðungslega og oftar ef þurfa þykir. Fundartími klukkan fjögur hentar fólki vel. Meðlimir ráða því hvort bæði aðal-og varamenn mæta á fundina. Næsti fundur er áætlaður í byrjun janúar. Samkvæmt samþykkt velferðarráðs er notendaráði ætlað að vera ráðgefandi varðandi stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á svæðinu og getur tekið upp mál og tillögur sem koma frá notendum
þjónustunnar, þó ekki er varða einstaklingsmál.
6. Önnur mál: Ræddar voru fyrirhugaðar stjórnsýslubreytingar á sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla sem frá og með áramótum á að færast frá Fjölskyldudeild til Skóladeildar bæjarins. Sif sem þekkir vel til þessara mála ræddi um óánægju foreldra barna sem nýta þessa þjónustu. Ánægja hefur verið með núverandi fyrirkomulag þar sem lögð er áhersla á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Nú þurfa foreldrar einungis að leita til fjölskyldudeildar vegna barna sinna en munu við þessa breytingu þurfa að leita til tveggja deilda.
Fulltrúar í notendaráði voru sammála um að afhenda bæjarstjóra meðfylgjandi ályktun:
 
Ólöf Leifsdóttir ritaði fundargerð