Erindi vegna sérdeildar við Giljaskóla

Málsnúmer 2023120922

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Lagt fram erindi dagsett 13. desember 2023 frá skólastjóra Giljaskóla vegna kaupa á lyftu fyrir sérdeild Giljaskóla.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna framkvæmdanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 153. fundur - 16.01.2024

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 18. desember 2023:

Lagt fram erindi dagsett 13. desember 2023 frá skólastjóra Giljaskóla vegna kaupa á lyftu fyrir sérdeild Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna framkvæmdanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 1,7 milljónir vegna framkvæmda við loftlyftukerfi af búnaðarsjóði UMSA.