Quality in Nordic Teaching QUINT - öndvegissetur um gæði kennslu á Norðurlöndum

Málsnúmer 2023120731

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Birna María B. Svanbjörnsdóttir dósent við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri kynnti helstu niðurstöður QUINT rannsóknarinnar um gæði kennslu á Norðurlöndum.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Birnu fyrir kynninguna.

Ungmennaráð - 46. fundur - 10.01.2024

Fræðslu- og lýðheilsuráð fékk kynningu frá Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur dósent við kennaradeild HA á niðurstöðum OUINT rannsóknarinnar og sendi málið til ungmennaráðs til kynningar. Engin gögn fylgdu með og því lítið sem ungmennaráð gat unnið út frá eða rætt um málið. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð óskar þess að þegar ráð sendir mál til kynningar að þeim ýmist fylgi gögn eða að aðili komi og kynni málið fyrir þeim.