Stækkun á lóð Hlíðarbrautar 2 - fyrirspurn

Málsnúmer 2023111082

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Lagt fram erindi Ómars Ívarssonar hjá Landslagi dagsett 24. nóvember 2023, f.h. Orkunnar ehf., þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar til norðurst um 25 m eða 2.200 fm. Er gert ráð fyrir að á því svæði sem stækkun nær til verði reist bílaþvottastöð og vetnisstöð til áfyllingar fyrir vetnisbíla.
Skipulagsráð hafnar erindi um stækkun lóðar þar sem á þessu svæði er samkvæmt deiliskipulagi lóð fyrir verslun- og þjónustu með umtalsverðu byggingarmagni. Er gert ráð fyrir að lóðin verði auglýst á næstu vikum.