Hafdís SK-4 - forkaupsréttur

Málsnúmer 2023110958

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Erindi dagsett 22. nóvember 2023 þar sem Guðlaugur Óli Þorláksson stjórnarmaður í Hafborgu ehf. tilkynnir um fyrirhugaða sölu á skipinu Hafdísi SK-4 til FISK-Seafood á Sauðárkróki. Með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er Akureyrarbæ boðinn forkaupsréttur að skipinu.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.