Strandgata 49 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2023110871

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Erindi dagsett 21. nóvember 2023 þar sem Róbert Hasler Aðalsteinsson sækir um breytta notkun/breyttan rekstur á/í húsnæði við Standgötu 49, einnig þekkt sem Gránufélagshúsið, úr veitingastað í gistiheimili. Umsækjandi er eigandi húsnæðisins, lóðarinnar sem og aðliggjandi lóðar til norðurs.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Strandgötu 47, 51 ásamt Kaldbaksgötu 1 og 2 umsókn um breytta notkun þar sem svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði með fjölbreytta starfsemi.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breyttri notkun á húsnæði við Strandgötu 49 þar sem verið er að breyta veitingastað í gistihús. Áformin voru í kynningu frá 27. mars 2024 t.o.m. 24. apríl 2024. Ein athugasemd barst frá eiganda Strandgötu 49c / Hríseyjargötu 3.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi breytingu á starfsemi við Strandgötu 49 og jafnframt tillögu að umsögn um innkomna athugasemd. Er afgreiðslu umsóknar um byggingaráform vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.