Oddagata 7 - umsókn um svalir

Málsnúmer 2023110677

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Erindi dagsett 17. nóvember 2023 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. eigenda að húseigninni Oddagötu 7 sækir um leyfi til að bæta við svölum á suðurhlið hússins á báðum hæðum.

Minjastofnun hefur móttekið erindi frá umsækjanda og samþykkir að af stað sé farið en vilji fylgjast með þar sem húsið er byggt 1933.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 5 og 9 ásamt lóðarhöfum Gilsbakkarvegar 5 og 7.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.