Tilnefning í matsnefnd vegna lokað útboðs á fullnaðarhönnun SAk

Málsnúmer 2023110585

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Erindi dagsett 9. nóvember 2023 frá framkvæmdarstjóra NLSH ohf. þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Akureyrarbæ til að taka sæti í matsnefnd um tillögu að nýju húsnæði legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Nafn fulltrúa frá Akureyrarbæ óskast fyrir 30. nóvember nk. Óskað er eftir tilnefningu aðalmanns og varamanns, gæta skal að hlutfalli kynja við tilnefningar.
Bæjarráð tilnefnir Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar í matsnefndinni og Pétur Inga Haraldsson skipulagsfulltrúa til vara.