Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla

Málsnúmer 2023110502

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Erindi dagsett 10. nóvember 2023 frá Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem lagðar eru fram ábendingar til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi í leikskóla.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendingarnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við ítrekum vonbrigði okkar með að ekki hafi verið tekið tillit til ábendinga Jafnréttisstofu áður en tekin var ákvörðum um verulega kerfisbreytingu á fyrirkomulagi leikskóla sveitarfélagsins.