Lækjargata - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023101265

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Lögð fram fyrirspurn Stefáns Ármans Hjaltasonar dagsetta 26. október 2023 um óbyggðar lóðir í Lækjargili. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru lóðir á svæðinu sem ekki hefur verið úthlutað og hefur hann áhuga á að fá eina af þeim úthlutað til uppbyggingar í samræmi við skilmála deiliskipulagsins.
Árið 2018 hófst vinna við breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Lækjargötu en sú vinna fór í bið sama ár. Í þeirri vinnu var m.a. verið að skoða hvort að gera þyrfti breytingar á aksturstefnu götu auk annarra minniháttar breytinga. Að mati skipulagsráðs er breyting á gildandi deiliskipulagi ekki forsenda þess að hægt sé að úthluta lóðum á svæðinu. Er skipulagsfulltrúa falið að undirbúa skilmála fyrir úthlutun lóða á svæðinu og leggja fyrir skipulagsráð.