Félagslegt leiguhúsnæði - upplýsingar vegna 2023

Málsnúmer 2023060500

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1370. fundur - 14.06.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 6. júní 2023 um stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar, svo sem útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista, Tanja Hlín Þorgeirsdóttir B- lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað: Mikilvægt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum á viðráðanlegu verði þar sem töluverður fjöldi er á biðlista, samanber lista frá 31.12.2022. Biðtími er óásættanlegur og mikilvægt er að gert verði ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu á félagslega húsnæðiskerfi Akureyrarbæjar í næstu fjárhagsáætlun. Enda væri það í samræmi við þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í húsnæðisáætlun sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn.