Beiðni um að gerður verði þjónustusamningur til 3ja ára við Grófina geðrækt

Málsnúmer 2023060497

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1370. fundur - 14.06.2023

Beiðni um að gerður verði þjónustusamningur til 3ja ára við Grófina geðrækt.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista leggja sameiginlega fram tillögu um að gerður verði þjónustusamningur til 3ja ára við Grófina geðrækt.

Pálína Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Grófarinnar sat fundinn undir þessum lið.
Grófin geðrækt er mikilvægur vettvangur fyrir fólk sem glímir við geðraskanir. Meirihlutinn vísar málinu áfram til fjárhagsáætlunarvinnu.


Bókun minnihluta: Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista, Tanja Hlín Þorgeirsdóttir B-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað: Bæjarstjórn tók til umfjöllunar á fundi þann 2. maí sl. tillögu um að gerður yrði þjónustusamningur við Grófina. Tillagan var felld og vísaði meirihlutinn erindinu áfram til velferðarðarráðs þar sem ráðinu var falið að ljúka vinnu sem lýtur að því að skoða með hvaða hætti sveitarfélagið geti stutt við starfsemi Grófarinnar.

Grófin geðrækt hefur verið starfandi á Akureyri undanfarin 10 ár og öll hljótum við að gera okkur grein fyrir þeirri mikilvægu félagsþjónustu sem veitt er í Grófinni. Endurtekið hafa verið gerðar tilraunir til þess að gera þjónustusamning við Akureyrarbæ og endurtekið hafa þær tilraunir ekki gengið eftir. Ein forsenda Akureyrarbæjar fyrir þjónustusamningi var sú að fyrir hendi væri þjónustusamningur milli Grófarinnar og ríkisins. Sá samningur var undirritaður fyrir tæpum þremur árum. Greinilegt er að ekki stóð til að standa við stóru orðin og niðurstaða fundarins því mikil vonbrigði.