Skjaldarvík - áform

Málsnúmer 2023020041

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Umræður um framtíðarnotkun á jörðinni og húsnæði í Skjaldarvík.

Bæjarráð - 3798. fundur - 16.02.2023

Rætt um undirbúning sölu mannvirkja Akureyrarbæjar í Skjaldarvík og gerð lóðasamninga um eignirnar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. nóvember 2021 að mannvirkin, sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, yrðu seld við lok leigusamninga um eignirnar. Var bæjarlögmanni, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar um eignirnar, undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar í samvinnu við Hörgársveit.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni, forstöðumanni skipulagsmála og sviðsstjóra fjársýslusviðs að undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar.

Bæjarráð - 3811. fundur - 01.06.2023

Rætt um undirbúning að lóðarskiptingu í Skjaldarvík.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.