Álagning gjalda - útsvar 2023

Málsnúmer 2022110856

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2023 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2023 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. nóvember 2022:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2023 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2023 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Lögð fram tillaga um hækkun útsvarsprósentu sem er tilkomin vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,22 prósentustig samhliða lækkun á tekjuskatti um samsvarandi hlutfall.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar verði 14,74% á árinu 2023 með 10 samhljóða atkvæðum.