Merkigil - breyting á hámarkshraða

Málsnúmer 2022110163

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Skipulagsráð leggur til að hámarkshraði í Merkigili verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst í samræmi við hámarkshraða í öðrum safngötum innan bæjarins.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða í Merkigili verði breytt í 30 km/klst og leggur áherslu á að settar verði upp viðeigandi merkingar.

Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.