Byggðaþróun og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni

Málsnúmer 2022110159

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3787. fundur - 10.11.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna byggðaþróunar og atvinnuráðgjafar. Minnisblaðið er tilkomið vegna lausra samninga Byggðastofnunar við landshlutasamtökin annars vegar og hins vegar vegna framlagðra fjárlaga 2023.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur landshlutasamtaka sveitarfélaganna vegna byggðaþróunar og atvinnuráðgjafar á landsbyggðunum. Eigi atvinnuráðgjöf og verkefni tengd byggðaþróun að standa undir nafni er mikilvægt að hækka framlagið til Byggðastofnunar, en augljóst er að brýn þörf er á að framlögin verði aukin í takt við þróun launavísitölu og aukinnar ásóknar í ráðgjöf hjá landshlutasamtökunum.