Möðruvallastræti 1A - fyrirspurn varðandi viðbyggingu

Málsnúmer 2022110086

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 2. nóvember 2022 þar sem Jóhann Helgi Hlöðversson sækir um viðbyggingu við hús nr. 1A við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikning og samþykki Minjastofnunar Íslands fyrir áformunum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Möðruvallastræti 1 þegar fullnægjandi skipulagsgögn hafa borist frá umsækjanda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.