Helgamagrastræti 11 - fyrirspurn varðandi bílgeymslu

Málsnúmer 2022100978

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 26. október 2022 þar sem Hlynur Halldórsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu á lóð nr. 11 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Helgamagrastræti 9 og Þórunnarstræti 110 auk þess sem leita þarf umsagnar Minjasafnsins á Akureyri.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.