Strandgata 27 - umsókn um niðurrif og endurbyggingu húss

Málsnúmer 2022100930

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 25. október 2022 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Vesturkants ehf. sækir um niðurrif byggingar á lóð nr. 27 við Strandgötu og endurbyggingu nýs húss á lóðinni. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Erindi dagsett 25. október 2022 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Vesturkants ehf. sækir um heimild til niðurrifs byggingar á lóð nr. 27 við Strandgötu og endurbyggingu nýs húss á lóðinni.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. en afgreiðslu þess var frestað þar til umsögn Minjastofnunar Íslands lægi fyrir. Er umsögnin lögð fram nú ásamt minnisblaði frá stofnuninni.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.