Þursaholt 5, 7 og 9 - fyrirspurn varðandi inndregna hæð

Málsnúmer 2022042927

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Lagt fram erindi Yrkis arkitekta ehf. dagsett 29. apríl 2022 varðandi útfærslu inndreginnar hæðar á húsum við Þursaholt 5, 7 og 9. Samkvæmt frumdrögum að aðaluppdráttum fer inndregin hæð um 90 cm út fyrir byggingarreit skv. deiliskipulagi.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.