Brekkugata 1B - fyrirspurn varðandi breytta notkun

Málsnúmer 2022042448

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Erindi dagsett 19. apríl 2022 þar sem Þorsteinn Marinósson leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun á húsi nr. 1B við Brekkugötu. Fyrirhugað er að breyta húsnæðinu í verslun með spil og aðstöðu til að spila.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.