Byggingalistaverðlaun Akureyrar 2022

Málsnúmer 2022031219

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Lögð fram tillaga um viðurkenningarhafa. Tilgangur með veitingu byggingalistaverðlauna Akureyrar er að vekja athygli á góðri byggingalist, auka þekkingu og skilning á gæðum bygginga og vera þannig hvati til góðra verka.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.