Starfslaun listamanna 2022

Málsnúmer 2022030986

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Skipan fulltrúa í fagráð starfslauna listamanna. Fagráðið er bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hljóta mun starfslaun listamanna árið 2022.
Samþykkt um starfslaunin: akureyri.is/is/moya/page/samthykkt-um-starfslaun-listamanna
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að skipan fagráðs starfslauna listamanna.

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Lögð fram tillaga faghóps um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2022.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.