Strætisvagnar Akureyrar - kaup á rafmagnsstrætisvagni 2022

Málsnúmer 2022021078

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 25.02.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2022 varðandi kaup á strætisvagni.

Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðinu að vinna hugmyndirnar áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116. fundur - 11.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á rafmagnsstrætisvagni.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð mælir með kaupum á rafmagnsstrætisvagni og vísar ákvörðun um útboð til bæjarráðs. Áætlaður kostnaður við kaup á vagninum er kr. 75-80 milljónir.

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 11. mars 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á rafmagnsstrætisvagni.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð mælir með kaupum á rafmagnsstrætisvagni og vísar ákvörðun um útboð til bæjarráðs. Áætlaður kostnaður við kaup á vagninum er kr. 75-80 milljónir.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2023 varðandi endurnýjun á strætisvagni.