Mannréttindastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2022011608

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3757. fundur - 03.02.2022

Yfirferð mannréttindastefnu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra mannauðssviðs að taka saman gögn í samræmi við umræður á fundinum í samráði við Hildu Jönu Gísladóttur þróunarleiðtoga bæjarráðs.

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Kynnt tillaga að endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og mannauðsstjóra að gera tillögu um með hvaða hætti fylgja á eftir mannréttindastefnu Akureyrarbæjar í kjölfar stjórnsýslubreytinga.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista vék af fundi kl. 09:50.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Kynnt tillaga að endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. mars sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Kynnt tillaga að endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. mars sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu með 11 samhljóða atkvæðum.