Rauðamýri 22 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2022010822

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Erindi dagsett 17. janúar 2022 þar sem Andrea Ólöf Ólafsdóttir óskar eftir stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð nr. 22 við Rauðumýri. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Rauðumýri 20 og Grænumýri 17 og 19.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 26. janúar sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Mýrarhverfis vegna stækkunar byggingarreits fyrir bílskúr á lóð nr. 22 við Rauðumýri. Miðaðist breytingin við innkeyrslu frá Mýrarvegi.

Nú er lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir innkeyrslu frá Rauðumýri og stæði fyrir kerru / hjólhýsi norðan byggingarreits.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.