Krossanesbraut 0 - Lundeyri - uppkaup vegna skipulags

Málsnúmer 2021120855

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Lagt fram verðmat Fasteignasölunnar Byggðar á um 36 fm geymslu við húsið Lundeyri F214-8468 í Holtahverfi. Fjarlægja þarf geymsluna vegna vegaframkvæmda og er í deiliskipulagi gert ráð fyrir að geymslan verði fjarlægð.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra fjársýslusviðs að leggja fram kauptilboð í eignina og leggja kaupsamning fyrir bæjarráð til staðfestingar, náist samningar.

Bæjarráð - 3780. fundur - 15.09.2022

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dagsett 7. september 2022 varðandi kaup á Lundeyri við Krossanesbraut á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir kaup á Lundeyri vegna skipulags og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá kaupunum.