Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundir 2021

Málsnúmer 2021120443

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Lagt fram erindi Þrastar Friðfinssonar dagsett 29. desember 2021 f.h. svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar varðandi breytingar á starfsreglum nefndarinnar. Er lagt til að reglunum verði breytt á þann veg að hvert sveitarfélag eigi einn fulltrúa í nefndinni í stað tveggja og að laun formanns verði hálf laun formanns í stóru ráði hjá Akureyrarbæ.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingum á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar verði samþykktar.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lagt fram erindi Þrastar Friðfinssonar dagsett 29. desember 2021 f.h. svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar varðandi breytingar á starfsreglum nefndarinnar. Er lagt til að reglunum verði breytt á þann veg að hvert sveitarfélag eigi einn fulltrúa í nefndinni í stað tveggja og að laun formanns verði hálf laun formanns í stóru ráði hjá Akureyrarbæ.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingum á starfsreglum Svæðisskipulagsnefndar verði samþykktar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á starfsreglum Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.