Kaffihús í Lystigarðinum á Akureyri - rekstur

Málsnúmer 2021110967

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 109. fundur - 19.11.2021

Lögð fram greinargerð dómnefndar vegna opnunar tilboðs í rekstur á kaffihúsinu í Lystigarðinum á Akureyri. Eitt tilboð barst.
Það er mat dómnefndar að hugmyndafræði bjóðanda passi vel inn í Lystigarðinn ásamt því að gert er ráð fyrir heilsársopnun á kaffihúsinu. Markhópagreining bjóðanda er vel upp sett þar sem hugsað er um alla aldurshópa. Einnig er talsvert lagt upp úr viðburðahaldi sem yrði gott aðdráttarafl fyrir kaffihúsið og Lystigarðinn.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Kaffi Lystar í leigu á húsinu.