ADHD samtökin - styrkbeiðni

Málsnúmer 2021100497

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Erindi dagsett 1. október 2021 þar sem Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Akureyri. Óskað er eftir styrk að upphæð allt að kr. 1.000.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.