Jöfnunarsjóður - ný reglugerð til umsagnar í samráðsgátt

Málsnúmer 2021100447

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Erindi dagsett 6. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar. Í drögunum eru gerðar breytingar á útreikningum tekjujöfnunarframlaga og efni gildandi reglugerðar nr. 1088/2018.

Umsögn skal skilað í samráðsgátt fyrir lok dags 20 október nk. á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3058
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna umsögn vegna málsins.