Sjálfsbjörg - ályktun frá stjórnarfundi 29. september 2021

Málsnúmer 2021100359

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. september 2021 þar sem Herdís Ingvadóttir formaður Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni kemur á framfæri eftirfarandi ályktun stjórnar félagsins:

Stjórn Sjálfsbjargar beinir þeim tilmælum til bæjarráðs Akureyrar, að fylgja eftir aðgengismálum fyrir fatlaða við skipulag og hönnun á viðbyggingu og lóð við KA húsið og fara að lögum um aðgengi fyrir alla við framkvæmdirnar.