Skógræktarfélag Eyfirðinga - beiðni um styrk vegna snjótroðara fyrir Kjarnaskóg

Málsnúmer 2021091048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Erindi dagsett 23. september 2021 frá Sigríði Hrefnu Pálsdóttur, fyrir hönd Skógræktarfélags Eyfirðinga, þar sem félagið óskar eftir 15 milljóna króna styrk fyrir nýjum snjótroðara í Kjarnaskógi.
Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.