Sumarlokun göngugötu

Málsnúmer 2021090690

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3498. fundur - 21.09.2021

Rætt um sumarlokun göngugötu.

Hilda Jana Gísladóttir reifaði málið og kynnti bókun.
Bæjarstjórn leggur til að núgildandi samþykkt um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna verði tekin til endurskoðunar, með það að markmiði að auka lokun göngugötunnar í Hafnarstræti yfir sumarmánuðina. Felur bæjarstjórn skipulagsráði að vinna drög að breytingum á reglunum í samráði og samtali við hagaðila. Skoða þarf sérstaklega hvernig tryggja megi aðgengi fatlaðs fólks að nauðsynlegri þjónustu á svæðinu.

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. september 2021 var skipulagsráði falið að vinna drög að breytingum á reglum um tímabundnar lokanir gatna í samráði og samtali við hagaðila.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að tillögum um breytingar á reglum um tímabundnar lokanir gatna.