Hofsbót 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna fjölgun íbúða

Málsnúmer 2021090243

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 7. september 2021 þar sem SS Byggir ehf. fyrir hönd Boxhus ehf. óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Hofsbótar 2. Er óskað eftir að heimilað verði að vera með íbúðir á hæðum 2, 3 og 4 þannig að fjöldi íbúða verði allt að 16 talsins en ekki 6 eins og gert er ráð fyrir í gildandi skilmálum.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að útbúa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er samþykkt að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir eigendum Hofsbótar 4 og Strandgötu 3, 4, 7, 9, 11 og 13.