Ungmennaráð

25. fundur 02. mars 2022 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Alexía Lind Ársælsdóttir
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Bjarni Hólmgrímsson
  • Elva Sól Káradóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Stormur Karlsson
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þór Reykjalín Jóhannesson
Starfsmenn
  • Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Már Bjarnason umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - kosning áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022030297Vakta málsnúmer

Kosning áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar.
Kosinn var áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar. Alexía Lind Ársælsdóttir var kosin áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Anton Bjarni Bjarkason til vara.

2.Kynning fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs Akureyrarbæjar heimsótti ráðið og kynnti fyrir því starfsemi og rekstur Akureyrarbæjar.

3.Kynning fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Karolína Baldvinsdóttir verkefnisstjóri U2 have a voice kom á fundinn og kynnti samstarfsverkefni við erlend ungmenni.

4.Þátttökunámskeið UNICEF

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags kynnti fyrirhugað þátttökunámskeið UNICEF á Akureyri 28. apríl nk. fyrir ungmennaráði.

Allir meðlimir ungmennaráðs eru skráðir á námskeiðið.

5.Íbúasamráð kynning

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarbæ kom á fundinn og kynnti stefnu um íbúasamráð.
Ungmennaráð mun koma með hugmyndir til að auka upplýsingagjöf til íbúa og gera hana sýnilegri.

6.Sumartónar 2022

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Styrkur var veittur fyrir verkefnið Sumartónar 2022 úr barnamenningarsjóði. Umræða um mögulegt listafólk fyrir viðburðinn.
Ungmennaráð mun koma með tillögur til stjórnenda barnamenningarhátíðarinnar um listamann sem á að koma fram á hátíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:00.