Ungmennaráð

27. fundur 04. maí 2022 kl. 16:00 - 18:30 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Alexía Lind Ársælsdóttir
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Bjarni Hólmgrímsson
  • Elva Sól Káradóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Stormur Karlsson
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Már Bjarnason umsjónarmaður
Dagskrá
Þór Reykjalín Jóhannesson og Freyja Dögg Ágústudóttir boðuðu forföll.

1.Kynning fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2021041035Vakta málsnúmer

Frambjóðendur til sveitarstjórnakosninga á Akureyri 14. maí 2022 komu á fundinn, svöruðu spurningum og kynntu sig. Öll framboð mættu nema frá K-lista. Frambjóðendur fengu einnig fræðslu frá ungmennaráði um merkingarbæra þátttöku barna, barnvænt sveitarfélag og ungmennaráð.

2.Verkefni framundan

Málsnúmer 2020120160Vakta málsnúmer

Tveir fulltrúar ungmennaráðs munu dæma á Fiðringi í Hofi 5. maí nk.

Tveir fulltrúar ungmennaráðs fara með verkefnisstjóra barnvæns sveitarfélags og starfsmanni ungmennaráðs til Úteyjar í Noregi 30. maí - 4. júní nk. á tengslaviðburð Erasmus.

Fyrirhugaður er fundur ungmennaráðs með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra 10. maí nk.

3.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref - stýrihópur

Málsnúmer 2022030625Vakta málsnúmer

Ungmennaráð frestaði ákvörðun um skipan fjögurra fulltrúa í stýrihóps barnsvæns sveitarfélags.

Fundi slitið - kl. 18:30.