Framtíðarsýn ungmennaráðs

Málsnúmer 2021030791

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 47. fundur - 15.03.2021

Fulltrúar ungmennaráðs, þær Rakel Alda Stefánsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir og Thelma Þórhallsdóttir, komu á fundinn og ræddu framtíðarsýn þeirra á þróun skólastarfs. Helstu umræðuefnin snéru að mikilvægi upplýsingatækni og kennslu í henni, nemendalýðræði og að gefa nemendum tækifæri til að taka alvöru ákvarðanir, vera með fjölbreytta fræðslu um það sem kemur einstaklingum til góða eftir að skólagöngu lýkur s.s. fjármálalæsi eða stjórnmálafræðslu og höfða betur til nemenda út frá þeirra áhuga.

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri á samfélagssviði sat fundinn undir þessum lið.
Fræðsluráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir erindið og lýsir ánægju sinni með vandaðan málflutning.

Ungmennaráð - 29. fundur - 10.08.2022

Farið yfir framtíðarsýn og verkefni næsta árið. Ljóst er að verkefnin verða mörg og málið verður tekið upp aftur á næsta fundi.