Nonnahagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021030774

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 10. mars 2021 þar sem Björk Traustadóttir sækir um lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Sex umsóknir bárust um lóðina Nonnahaga 5. Fór því fram útdráttur um lóðina, í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar, en aðeins milli fimm umsækjenda þar sem einn umsækjandi var ekki í forgangi samkvæmt reglunum.

Lóðin Nonnahagi 5 kom í hlut Bjarkar Traustadóttur.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 366. fundur - 29.09.2021

Erindi dagsett 17. september 2021 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Bjarkar Traustadóttur sækir um framkvæmdafrest til 30. apríl 2022 og frest á teikningaskilum til 30. janúar 2022 fyrir lóð nr. 5 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir umbeðinn frest á framkvæmdum og skilum á teikningum.