Sérúrræði í leikskólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021023253

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 46. fundur - 01.03.2021

Fyrir fundinum lá beiðni frá skólaþjónustunni um viðbótarfjármagn vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð 40 milljónir kr.
Málinu er vísað til 2. umræðu í fræðsluráði skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 47. fundur - 15.03.2021

Erindið var tekið fyrir á 46. fundi fræðsluráðs til fyrri umræðu þar sem óskað var eftir viðauka vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð kr. 40 milljónir.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. mars 2021:

Erindið var tekið fyrir á 46. fundi fræðsluráðs til fyrri umræðu þar sem óskað var eftir viðauka vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð kr. 40 milljónir.

Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðnina með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.