Nonnahagi 1, 3 og 5 - breyting á skilmálum

Málsnúmer 2021020320

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á nýtingarhlutfalli lóðanna Nonnahagi 1, 3 og 5 í Hagahverfi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingarhlutfallið 0,40 en með breytingunni er gert ráð fyrir að það verði á bilinu 0,25-0,40.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna, sem er að mati ráðsins óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar og í kjölfarið auglýsa lóðirnar þrjár að nýju.