Úttekt á rekstri málaflokks fatlaðra

Málsnúmer 2021020057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3715. fundur - 04.02.2021

Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson ráðgjafar hjá HLH Ráðgjöf kynntu drög að niðurstöðum úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar kynninguna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við velferðarráð og sviðsstjóra velferðarsviðs.

Velferðarráð - 1333. fundur - 17.02.2021

Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson ráðgjafar hjá HLH Ráðgjöf kynntu drög að niðurstöðum úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.
Velferðarráð þakkar kynninguna. Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra og þjónustustjóra að skoða nánar þær tillögur sem fram koma í úttektinni og leggja fyrir ráðið drög að vinnuáætlun.