Reglur um starfskjör - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 2020100647

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 27.11.2020

Umfjöllun um Reglur um starfskjör æðstu stjórnenda Akureyrarbæjar dagsettar 11. október 2017.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu að breytingum á Reglum um starfskjör æðstu stjórnenda Akureyrarbæjar. Tillagan felur í sér að frá 1. júlí 2020 verður hætt að greiða framlag í námsleyfasjóð embættismanna. Frá sama tíma mun Akureyrarbær hefja greiðslur gjalda til stéttarfélaga í samræmi við ákvæði kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem um ræðir. Breytingar þessar hafa ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir Akureyrarbæ.