Austursíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070505

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 778. fundur - 13.08.2020

Erindi dagsett 14. júlí 2020 frá Baldri Svavarssyni þar sem hann fyrir hönd Norðurtorgs ehf., kt. 520220-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið Austursíðu 2 ásamt breytingum á notkun, innréttingu og á lóð hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Svavarsson.

Einnig er sótt um heimild til að rífa loftræstirými á þaki hússins og byggja nýjan stoðvegg á lóð við bílastæði.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif og byggingu stoðveggjar en frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 782. fundur - 16.09.2020

Erindi dagsett 14. júlí 2020 þar sem Baldur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf., kt. 520220-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið Austursíðu 2 ásamt breytingum á notkun, innréttingum og lóð hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. september 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 811. fundur - 23.04.2021

Erindi dagsett 8. apríl 2021 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða stoðvegg við suðvestur lóðarmörk og breytingar á bílastæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 822. fundur - 15.07.2021

Erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og útliti, bílastæðum og viðbótar aðkomu inn á lóðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 828. fundur - 26.08.2021

Erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og útliti, bílastæðum og viðbótar aðkomu inn á lóðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 25. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 872. fundur - 14.07.2022

Erindi dagsett 30. júní 2020 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða nýja verslun og lagerrými fyrir Sport Direct. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 900. fundur - 26.01.2023

Erindi dagsett 6. janúar 2023 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða nýja verslun og lagerrými fyrir Sérefni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.