Blöndulína 3 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

Málsnúmer 2020060983

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 17. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um tillögu að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3. Athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til 9. ágúst nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 24. mars 2022 þar sem farið er fram á að Akureyrarbær veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við Blöndulínu 3. Umsagnarfrestur er veittur til 16. maí 2022.

Meðfylgjandi er umhverfismatsskýrsla ásamt viðaukum og myndaheftum og eru þau lögð fram til kynningar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um umhverfismatsskýrsluna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Sindri Kristjánsson S-lista vék af fundi kl. 10:48.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 6. apríl sl. var skipulagsfulltrúa falið að vinna umsögn um umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3.

Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á um 100 km langri 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á um 100 km langri 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að umsögn.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á um 100 km langri 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að umsögn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið og lagði fram tillögu að bókun. Auk hennar tók til máls Þórhallur Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að umsögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Bæjarstjórn gerir athugasemd við að í umhverfismatsskýrslu séu áhrif loftlínu á vistgerðir, fuglalíf, hljóðvist, ásýnd og útsýnisupplifun mögulega vanmetin.

Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.