Frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál

Málsnúmer 2020050208

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. maí 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1355.html
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar frumvarpinu og vekur athygli á því að Akureyrarbær hefur þegar hafið umfangsmiklar fráveituframkvæmdir. Bæjarráð hvetur til þess að tryggt verði að styrkir vegna fráveituframkvæmda nái einnig til þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa hafið kostnaðarsamar framkvæmdir á undanförnum árum en ekki eingöngu til þeirra sveitarfélaga sem dregið hafa að fara í slíkar framkvæmdir.