Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2020

Málsnúmer 2020050066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Lögð fram tillaga að atvinnuátaksverkefnum á vegum Akureyrarbæjar fyrir 18-25 ára.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og samfélagssviðs að auglýsa atvinnuátaksverkefni fyrir 18-25 ára.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lögð fram tillaga að fjölda tíma í atvinnuátaki fyrir 18-25 ára sumarið 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tímafjöldi í atvinnuátaki 18-25 ára verði sá sami og undanfarin ár, 175 tímar á hvern starfsmann.