Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

Málsnúmer 2020040334

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3680. fundur - 22.04.2020

Erindi dagsett 15. apríl 2020 frá Hjalta Þórarinssyni f.h. Markaðsstofu Norðurlands þar sem komið er á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Sveitarfélagið er beðið um að staðfesta þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Stjórn Akureyrarstofu hefur þegar fjallað um átak í merkingu gönguleiða innan bæjarfélagsins og bæjarráð vísar erindinu til Akureyrarstofu til frekari úrvinnslu.