Grímsey - beiðni um staðfestngu hnitsetninga á landamerkjum og lóðarmörkum

Málsnúmer 2020030054

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 3. mars 2020 þar sem Marvin Ívarsson fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690981-0259, óskar eftir staðfestingu á hnitsetningu landamerkja og lóðarmarka hluta landeigna Ríkissjóðs í Grímsey. Að auki er sótt um skráningu nýrra landeigna úr jörðinni Eiðum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna, með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs. Jafnframt samþykkir skipulagsráð stofnun nýrrar lóðar út úr jörð Eiða.