Sörlagata 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna gjalda

Málsnúmer 2020020652

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 26. febrúar 2020 þar sem Edda Kamilla Örnólfsdóttir leggur fram fyrirspurn vegna gjalda fyrir skýli við Sörlaskjól 3. Fyrirspurnin lýtur að mismun á gjaldskrá hjá Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbæ.
Að mati skipulagsráðs er ekki hægt að bera saman byggingu á 30 m² skýli á lítilli hesthúsalóð í þéttbýli og nýtingu þess á landbúnaðarjörð sem er margir hektarar að stærð. Ekki er heimilt að veita stöðuleyfi fyrir mannvirkinu heldur er eingöngu hægt að sækja um byggingarleyfi. Varðandi kostnað vegna gatnagerðargjalda þá má benda á að fljótlega tekur gildi ákvæði um að létt, óeinangruð skýli í lokunarflokki B verði undanþegin gatnagerðargjaldi.